Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. júlí 2020 09:15
Magnús Már Einarsson
Þrjár rangar vítaspyrnu ákvarðanir hjá VAR í gærkvöldi
Harry Kane átti að fá vítaspyrnu í gær.
Harry Kane átti að fá vítaspyrnu í gær.
Mynd: Getty Images
Það var vondur dagur hjá VAR dómurunum í Stockley Park í gær en enska úrvalsdeildin hefur staðfest að VAR hafi klikkað í þremur atvikum tengdum vítaspyrnum í leikjum gærkvöldsins.

Bruno Fernandes fékk vítaspyrnu og skoraði í 3-0 sigri Manchester United á Aston Villa en enska úrvalsdeildin hefur staðfest að um rangan dóm var að ræða.

Tottenham fékk ekki vítaspyrnu þegar Joshua King ýtti Harry Kane og búið er að viðurkenna að þar hefði átt að vera víti.

Þá fékk Southampton vítaspyrnu gegn Everton sem var rangur dómur en James Ward-Prowse skaut í slána úr henni.

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar staðfestu við BBC að í öllum þremur atvikunum hefðu VAR dómararnir tekið ranga ákvörðun.

Sjá einnig:
Dean Smith: Svívirðilegt að dæma víti á þetta - Ósáttur með VAR
Sjáðu hvers vegna Mourinho var pirraður út í Michael Oliver
Athugasemdir
banner
banner