Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
banner
   mið 10. júlí 2024 12:03
Elvar Geir Magnússon
Búist við því að Morata fari til AC Milan eftir EM
Morata er fyrirliði spænska landsliðsins.
Morata er fyrirliði spænska landsliðsins.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
La Gazzetta dello Sport segir að búist sé við því að spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata muni ganga í raðir AC Milan eftir að EM lýkur.

Morata hefur þó ekki náð samkomulagi við félagið en Milan ku vera tilbúið að borga þrettán milljóna evra riftunarákvæði í samningi hans við Atletico Madrid.

Milan ku hafa boðið Morata þriggja ára samning en leikmaðurinn vill fjögurra ára samning og hærri laun. Reiknað er með því að aðilar muni ná saman.

Morata sagði í viðtali í vikunni að hann væri óánægður á Spáni og sér liði betur utan landsins. Hann hefur fengið mikla gagnrýni frá spænskum stuðningsmönnum og fjölmiðlum.

Eiginkona hans, Alice Campello, blandaði sér í umræðuna og segir spænska fjölmiðla koma illa fram við eiginmann sinn.

Morata verður í eldlínunni með Spáni í úrslitaleik EM á sunnudaginn. Þessi 31 árs sóknarmaður er fyrrum leikmaður Real Madrid, Juventus og Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner