Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   mið 10. júlí 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leny Yoro svaraði fölsuðum reikningi: Þið eruð klikkuð
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lille samþykkti í gær tilboð frá Manchester United í miðvörðinn Leny Yoro.

Yoro er gríðarlega efnilegur franskur miðvörður en hann er aðeins 18 ára gamall.

Tilboð Man Utd hljóðar upp á rúmar 50 milljónir evra en leikmaðurinn er þó sjálfur langspenntastur fyrir því að ganga í raðir Real Madrid. Spænska stórveldið hefur líka áhuga á leikmanninum en hefur enn sem komið er ekki lagt fram nægilega gott tilboð.

Yoro ákvað að tjá sig í gær eftir að falsaður reikningur undir hans nafni skrifaði: „Ég vil ekki Man Utd, látið mig í friði."

Leikmaðurinn gaf stuðningsmönnum United von þar sem hann svaraði með: „Falsaður reikningur. Þið eruð klikkuð. Tilkynnið þennan reikning."

Stuðningsmenn Man Utd eru ánægðir með þetta svar hjá Yoro og leyfa sér núna að dreyma um að hann komi til félagsins.


Athugasemdir
banner
banner