De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mið 10. júlí 2024 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Ndidi verður áfram hjá Leicester
Nígeríski miðjumaðurinn Wilfred Ndidi verður áfram hjá Leicester City en hann er að ganga frá nýjum samningi við félagið.

Samningur Ndidi við Leicester rann út um mánaðamótin og var talið líklegast að hann væri á leið til Frakklands en önnur ensk félög höfðu einnig áhuga.

Fabrizio Romano segir frá því að Ndidi hafi tekið ákvörðun um gera nýjan samning við Leicester.

Á næstu dögum mun hann skrifa undir þriggja ára samning og verður kaupákvæði í honum.

Ndidi kom til Leicester árið 2017 frá belgíska félaginu Genk en hann hefur spilað 273 leiki og skorað 17 mörk á þessum sjö árum sínum hjá enska félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner