mán 10. ágúst 2020 15:37
Elvar Geir Magnússon
KSÍ býr sig undir að spila í lok vikunnar
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útlit er fyrir að fótboltinn fái leyfi á að fara aftur af stað hér á landi en þetta kom fram á fréttamannafundi Almannavarna í dag.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að verið sé að undirbúa að hefja Íslandsmótin aftur í lok vikunnar.

„Við höfðum framvísað til heilbrigðisráðuneytisins drög að reglugerð um hvernig við gætum framkvæmt leiki með sem ítrustu sóttvarnareglum. Drögin eru tilbúin en þau hafa ekki verið samþykkt enn," segir Klara.

Hér má lesa þessi drög (af heimasíðu KSÍ).

Verða áhorfendur leyfðir?

„Við höfum ekki séð þetta minnisblað og vitum ekki hvort því verði eitthvað breytt," segir Klara.

Býst hún við því að öllum deildum verði hleypt af stað?

„Það er til skoðunar. Við eigum eftir að sjá hvað kemur en það væri óskastaða að geta byrjað allar deildir og í öllum flokkum."

Mótanefnd KSÍ fundar núna klukkan 16 þar sem rætt verður um niðurröðun leikja.

„Leikjadagskrá þeirra leikja sem eiga að vera núna um helgina, við gerum ráð fyrir að hún verði óbreytt," segir Klara að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner