Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 10. ágúst 2022 15:22
Elvar Geir Magnússon
Damsgaard til Brentford (Staðfest)
Danski miðjumaðurinn Mikkel Damsgaard hefur staðist læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford og samþykkt fimm ára samning.

Þessi 22 ára leikmaður er keyptur frá Sampdoria á 12,7 milljónir punda og er sjötti leikmaðurinn sem Brentford fær til sín í sumar.

Damsgaard lék 49 leiki í öllum keppnum fyrir Sampdoria en spilaði aðeins ellefu leiki á síðasta tímabili þar sem hann var að glíma við meiðsli.

Damsgaard hefur spilað sextán landsleiki fyrir Danmörku og skorað tvö mörk, annað þeirra var eftirminnilegt aukaspyrnumark gegn Englandi á Wembley á EM alls staðar.

Brentford byrjaði nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni með 2-2 jafntefli gegn Leicester síðasta sunnudag og Damsgaard gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir nýja vinnuveitendur á laugardag, gegn Manchester United.
Athugasemdir
banner