Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 10. ágúst 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ion framlengir við Þór
Lengjudeildin
Mynd: Þór

Þór hefur staðfest að spænski miðjumaðurinn Ion Perelló Machi sé búinn að framlengja samning sinn við félagið út næsta tímabil.


Ion flutti til Íslands í fyrra til að spila með Hetti/Hugin í þriðju deild. Hann reyndist lykilmaður þar og hjálpaði liðinu upp um deild áður en Þór ákvað að klófesta hann.

Ion hefur stimplað sig vel inn í byrjunarliðið hjá Þór og er orðinn mikilvægur hlekkur eftir aðeins nokkrar vikur hjá félaginu.

„Mikil ánægja hefur verið með hans frammistöðu innan, sem utan vallar og því frábært að hann hafi skuldbundið sig til að spila með liðinu á næsta tímabili," segir meðal annars á vefsíðu Þórs.


Athugasemdir
banner