Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   lau 10. ágúst 2024 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola hrósaði Palmer - „Bobb getur gert góða hluti"
Oscar Bobb í leiknum í dag
Oscar Bobb í leiknum í dag
Mynd: EPA

„Við hefðum getað tapað í dag en ég sá auðvitað hluti sem ég kunni að meta," sagði Pep Guardiola eftir að Man City vann Samfélagsskjöldinn eftir sigur á Man Utd í vítaspyrnukeppni.


Hinn 21 árs gamli Oscar Bobb var frábær í leiknum og lagði upp markið á Bernardo Silva sem kom liðinu í vítaspyrnukeppnina.

City seldi Cole Palmer til Chelsea á síðustu leiktíð og hann var hreint magnaður í úrvalsdeildinni í kjölfarið. Getur Bobb fetað í hans fótspor?

„Það væri frábært því frammistaða Cole Palmer hjá Chelsea á síðustu leiktíð var ótrúleg. Hann var einn besti leikmaðurinn í deildinni. Þetta fer eftir ýmsu, Palmer spilaði hvern einasta leik, ég er nokkuð viss um að ef Bobb spilar mikið getur hann gert góða hluti," sagði Guardiola í viðtali hjá Sky Sports.


Athugasemdir
banner
banner