Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða leikmaður springur út?
Rio Ngumoha er virkilega spennandi leikmaður.
Rio Ngumoha er virkilega spennandi leikmaður.
Mynd: EPA
Max Dowman er bara 15 ára gamall.
Max Dowman er bara 15 ára gamall.
Mynd: EPA
Ásta Eir er einn af álitsgjöfunum.
Ásta Eir er einn af álitsgjöfunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað en fyrsti leikur er næsta föstudag. Síðustu daga höfum við verið að hita upp með því að opinbera sérstaka spá Fótbolta.net fyrir deildina.

Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við spurningu númer sex sem er hvaða leikmaður á eftir að springa út í vetur?

Adda Baldursdóttir, sérfræðingur
Tijandi Reinders gæti reynst afar vel fyrir City. Ef við horfum í yngri leikmenn þá Nwaneri hjá Arsenal.

Andri Már Eggertsson, fjölmiðlamaður
Patrick Dorgu hefur verið frábær í sumar og á eftir að springa út.

Arna Eiríksdóttir, leikmaður FH
Undrabarnið Nwaneri.

Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks
Florian Wirtz. Springur út á nýjum slóðum og verður geggjaður.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV
Ætli þetta verði ekki tímabilið hins 15 ára gamla Max Dowman

Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur
Tveir leikmenn sem þarna koma á óvart. Mathys Tel (Tottenham) og
Kobbie Mainoo (Man Utd).

Kjartan Atli, sjónvarpsmaður og körfuboltaþjálfari
Leny Yoro er búinn að vera flottur á undirbúningstímabilinu. Hann stimplar sig rækilega inn á stóra sviðið á þessari leiktíð.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram
Það verða nokkrir leikmenn sem munu springa út. Ætla að byrja á framherja sem Everton voru að festa kaup, á Thierno Barry. Ég er hrifinn af líkamlega sterkum senterum sem vita einnig hvar markið er. Kudus færði sig yfir í Tottenham, ég er mikill 'right to dream' maður og þar af leiðandi ætla ég að spá í að hann muni sýna úr hverju hann er gerður hjá nýju liði með nýjan stjóra. Ég held að hann muni stela fyrirsögnum. Einnig held ég að Omar Marmoush muni halda áfram á þeirri braut sem hann kláraði síðasta tímabil og vera frábær þetta tímabilið.

Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins
Rio Ngumoha verður svo góður að ég mun læra að stafsetja nafnið hans.

Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður hjá SÝN
Amad Diallo verður að súperstjörnu. 15 mörk og 8 stoðsendingar.
Athugasemdir