Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   sun 10. september 2023 21:56
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Bosníu - Edin Dzeko fremstur
Icelandair
Edin Dzeko er fyrirliði Bosníu.
Edin Dzeko er fyrirliði Bosníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld mætast leikur Ísland við Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli, í undankeppni EM.

Meho Kodro þjálfari gestana hefur verið að spila með 3-5-2 leikkerfi og fjölmiðlamenn frá Bosníu segja mesta spurningamerkið hverjir verði vængbakverðir í leiknum gegn Íslandi.



Bosnía vann Ísland 3-0 þegar liðin mættust fyrr á þessu ári en Bosníumenn náðu ekki að fylgja þeim sigri eftir. 2-1 sgurinn gegn Liechtenstein var þeirra fyrsti sigur síðan gegn Íslandi.

Hættulegasti leikmaður Bosníu er að sjálfsögðu Edin Dzeko fyrirliði. Sóknarmaðurinn reynslumikli spilar nú fyrir Fenerbahce en hann var í byrjunarliði Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrr á þessu ári.

Miralem Pjanic og Sead Kolasinac eru leikmenn sem flestir fótboltaáhugamenn þekkja. Í 3-0 sigrinum gegn Íslandi skoraði Rade Krunic, leikmaður AC Milan, tvö mörk og Amar Dedic, leikmaður RB Salzburg eitt. Dedic var besti maður vallarins og bjó til vandræði fyrir íslenska liðið trekk í trekk.

Meðal leikmanna sem vantar hjá Bosníu er varnarmaðurinn Anel Ahmedhodzic, leikmaður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Hann er sagður vera að glíma við meiðsli en kenningar eru í fjölmiðlum í Bosníu um að eitthvað ósætti sé í gangi milli hans og fótboltasambands landsins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner