Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
banner
   þri 10. september 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hull fær fyrrum leikmann Brighton (Staðfest)
Mynd: Hull
Hull City í ensku Championship-deildinni hefur fengið Steven Alzate í sínar raðir. Alzate lék síðast með Brighton en samningur hans við úrvalsdeildarfélagið rann út í sumar. Þar sem hann var án félags gat hann samið við annað félag utan félagaskiptaglugga.

Hann er 26 ára miðjumaður sem á aðbaki sjö landsleiki fyrir Kólumbíu.

Foreldrar Alzate eru kólumbískir en hann er fæddur i Camden á Englandi og kom til Brighton árið 2017 frá uppeldisfélaginu Leyton Orient. Hann var í sjö ár hjá Brighton en var þrívegis lánaður í burtu, einu sinni til Swindon og tvívegis til Standard Liege.

Alls lék Alzate 43 leiki í úrvalsdeildinni á árunum 2019-2022 og skoraði í þeim eitt mark.

Alzate skrifar undir tveggja ára samning við Hull með möguleika á einu ári til viðbótar.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Stoke City 3 3 0 0 8 2 +6 9
2 Middlesbrough 3 3 0 0 6 1 +5 9
3 Coventry 3 2 1 0 12 4 +8 7
4 West Brom 3 2 1 0 5 3 +2 7
5 Birmingham 3 2 1 0 4 2 +2 7
6 Preston NE 3 2 1 0 4 2 +2 7
7 Leicester 3 2 0 1 4 3 +1 6
8 Millwall 3 2 0 1 3 4 -1 6
9 Bristol City 3 1 2 0 5 2 +3 5
10 Southampton 3 1 1 1 4 4 0 4
11 Portsmouth 3 1 1 1 3 3 0 4
12 Watford 3 1 1 1 3 3 0 4
13 Swansea 3 1 1 1 2 2 0 4
14 Charlton Athletic 3 1 1 1 1 1 0 4
15 Hull City 3 1 1 1 3 5 -2 4
16 Blackburn 3 1 0 2 4 3 +1 3
17 Norwich 3 1 0 2 4 5 -1 3
18 Ipswich Town 3 0 2 1 2 3 -1 2
19 Wrexham 3 0 1 2 5 7 -2 1
20 Derby County 3 0 1 2 5 9 -4 1
21 Sheff Wed 3 0 1 2 3 7 -4 1
22 QPR 3 0 1 2 3 10 -7 1
23 Oxford United 3 0 0 3 2 5 -3 0
24 Sheffield Utd 3 0 0 3 1 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner