PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   þri 10. september 2024 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nóel Atli meiddur á fæti
Mynd: AaB
Mynd: Aðsent
Nóel Atli Arnórsson, leikmaður Álaborgar, varð fyrir því óláni að bein í fæti hans brotnaði í leik með Álaborg á dögunum.

Nóel var í byrjunarliði Álaborgar í leik gegn Randers í dönsku Superliga í byrjun mánaðar en fór af velli eftir rétt tæplega klukkutíma leik. Eftir að hafa fengið högg í fyrri hálfleik gat hann haldið leik áfram.

Lestu um leikinn: Ísland U19 5 -  2 Kasakstan U19

Í samtali við Fótbolta.net segir Nóel að um lítið brot í sköflungsbeini sé að ræða. Nóel gerir sér vonir að vera mættur til baka á völlinn í kringum miðjan október.

Nóel, sem fæddur er árið 2006, var valinn í U19 landsliðið fyrir æfingamót sem nú er að klárast. Vegna fótbrotsins gat Nóel ekki tekið þátt í verkefninu. U19 er þessa stundina að spila við Kasakstan í lokaleik æfingamótsins í Slóveníu.

Garðbæingurinn Bjarki Hauksson var kallaður inn í U19 hópinn í stað Nóels.
Athugasemdir
banner
banner
banner