Ísland U21 1 - 2 Wales U21
0-1 Joel Cotterill ('48 )
0-2 Joel Cotterill ('72 )
1-2 Óskar Borgþórsson ('90 )
Lestu um leikinn
0-1 Joel Cotterill ('48 )
0-2 Joel Cotterill ('72 )
1-2 Óskar Borgþórsson ('90 )
Lestu um leikinn
Lestu um leikinn: Ísland U21 1 - 2 Wales U21
Íslenska U21 landsliðið tapaði í dag á heimavelli gegn því velska í undankeppni EM sem fram fer á næsta ári. Sigur Wales var nokkuð sanngjarn annað en sigur Wales á Íslandsi úti í Wales fyrr á þessu ári sem var nokkuð ósanngjarn. Öll þrjú mörk leiksins í dag komu í seinni hálfleik.
Joel Cotterill, leikmaður Swindon, skoraði fyrsta mark leiksins á 48. mínútu fyrir Wales þegar hann fylgdi á eftir skoti samherja síns. Róbert Orri Þorkelsson tapaði boltanum klaufalega inn á vítateig íslenska liðsins, gestirnir náðu skoti sem Lúkas Petersson varði en Cotterill var fyrstur í frákastið.
Hann var svo aftur á ferðinni á 72. mínútu þegar hann fékk mikið pláss til að athafna sig við íslenska vítateiginn, náði að fífla Hlyn Frey Karlsson illa og lagði svo boltann í fjærhornið með skoti vinstra megin úr teignum.
Íslenska liðið náði að minnka muninn þegar varamennirnir Valgeir Valgeirsson og Óskar Borgþórsson unnu saman og Óskar skoraði með góðu skoti úr vítateignum eftir undirbúning frá Valgeiri.
Lengra komst íslenska liðið ekki og er ljóst að það verður ansi strembið að komast á EM á næsta ári. Niðurstaðan í dag ansi svekkjandi eftir frábæran sigur á Dönum á föstudag. Liðið á tvo leiki eftir í riðlinum; heimaleik gegn Litháen og útileik gegn toppliði Danmerkur. Sigur í báðum leikjum tryggir að minnsta kosti 2. sætið í riðlinum.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Danmörk | 7 | 4 | 2 | 1 | 16 - 8 | +8 | 14 |
2. Wales | 7 | 4 | 2 | 1 | 12 - 9 | +3 | 14 |
3. Ísland | 6 | 3 | 0 | 3 | 9 - 10 | -1 | 9 |
4. Tékkland | 6 | 2 | 2 | 2 | 8 - 10 | -2 | 8 |
5. Litháen | 6 | 0 | 0 | 6 | 5 - 13 | -8 | 0 |
Athugasemdir