Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 10. október 2018 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lögfræðingur Ronaldo: Fjölmiðlar með fölsuð skjöl
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er búinn að ráða sér lögfræðing í Las Vegas til að takast á við ásakanir um nauðgun sem á að hafa átt sér stað fyrir níu árum.

Kathryn Mayorga kærði Ronaldo fyrir nauðgun árið 2009 en dró kæruna til baka og skrifaði undir trúnaðarsamning gegn greiðslu.

Nýi lögfræðingur Ronaldo heitir Peter S. Christiansen og er búinn að gefa út yfirlýsingu vegna málsins.

„Til að byrja með þá vil ég taka það skýrt fram að Cristiano Ronaldo harðneitar öllum ásökunum um nauðgun. Skjöin sem hafa verið birt í fjölmiðlum og vitna í Ronaldo eru öll fölsuð. Þetta er mjög mikilvægt atriði," segir Peter.

„Það er rétt að gengið var til samninga en ekki af ástæðunum sem eru gefnar upp í fjölmiðlum. Samkomulagið sem náðist á milli aðilanna er á engan hátt sektarjátning.

„Ronaldo fylgdi bara því sem ráðgjafarnir sögðu honum. Þeir vildu binda endi á fáránlegar og látlausar ásakanir sem voru einungis hafðar uppi til að koma höggi á orðspor skjólstæðings mins, sem er byggt á vinnusemi, íþróttamennsku og aga."


Sjá einnig:
Myndir frá kvöldinu afdrifaríka hjá Ronaldo
Nike hefur áhyggjur af ásökunum á hendur Ronaldo
Ronaldo vísar ásökunum um nauðgun á bug
Ronaldo: Nauðgun alvarlegur glæpur sem stríðir gegn öllu sem ég stend fyrir
Enginn Ronaldo í portúgalska landsliðshópnum
Juventus stendur við bakið á Ronaldo
Segir lögregluna leggja mikið púður í mál Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner