Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mán 10. október 2022 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Með meiddan markmann í markinu sem getur ekki sparkað
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var vitanlega svekktur eftir 4-2 tapið fyrir FH í neðri hluta Bestu deildar karla á Kaplakrikavelli í dag en þetta þýðir að Leiknir er nú í fallsæti þegar þrír leikir eru eftir.

Lestu um leikinn: FH 4 -  2 Leiknir R.

FH komst í 2-0 á fyrstu 17 mínútum leiksins áður en Leiknismenn minnkuðu muninn.

Heimamenn fengu svo annan góðan kafla á lokakaflanum þar sem Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö og gerði út um leikinn. Leiknir náði að klóra í bakkann, en lokatölur 4-2 og Leiknismenn í basli fyrir síðustu þrjá leikina.

„Við gefum þeim bara 2-0 í forgjöf. Við byrjum ekki leikinn og erum barnalegir en eftir það erum við miklu betri aðilinn og þeir eyddu mikilli orku í byrjun að pressa okkur og svekkjandi að fá ekkert út úr þessu. Tvö stangarskot og svo slökkvum við á okkur í fimm mínútur og þeir skora tvö mörk. Ógeðslega svekkjandi," sagði Sigurður við fjölmiðla í kvöld.

Leiknismenn fengu á sig víti á 16. mínútu er Gyrðir Hrafn Guðbrandsson var í baráttunni við Matthías en Sigurður segir þessa hluti hafa fallið á móti Leikni á þessu tímabili.

„Þetta var klafs og eitthvað en þessi móment eru að falla á móti okkur full mikið sem er svekkjandi líka. Maður þarf að hafa heppni með sér í þessu."

Leiknismenn gerðu taktískar breytingar eftir tuttugu mínútur og það virtist ganga upp.

„Menn þurftu að vakna og vera ekki að spila til baka. Við erum með meiddan markmann í markinu sem getur ekki sparkað og vorum alltaf að spila til baka á hann. Spiluðum þetta gjörsamlega upp í hendurnar á þeim sem var svekkjandi en við löguðum þetta og tókum yfir leikinn og þeir voru búnir að eyða mikilli orku í að hlaupa á okkur. Við vorum góðir eftir það en skapa aðeins meira."

„Það var ekki kveikt á okkur. Ef við lyftum okkur upp þá vorum við ekki að vinna seinni boltana og þeir mættu til leiks. Voru hrikalega öflugir fyrstu 15-20 mínúturnar en svo var eitthvað stress eða eitthvað en við kveiktum á okkur loksins."


Það eru níu stig eftir í pottinum og tveir heimaleikir framundan hjá Leikni. Sigurður segir liðið eiga góða möguleika.

„Níu stig eftir. Þetta er högg en erfiður völlur að koma hingað en þegar FH mætir til leiks er þetta hörkulið með frábæra leikmenn en þetta er mikið högg miðað við hvernig við spiluðum hérna eftir fyrstu 15-20 mínúturnar. Nú eigum við tvo heimaleiki, gyrða okkur og aðeins meira hungur sem þarf að sjást í hópnum og þá erum við til alls líklegir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner