Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   mán 10. október 2022 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Með meiddan markmann í markinu sem getur ekki sparkað
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var vitanlega svekktur eftir 4-2 tapið fyrir FH í neðri hluta Bestu deildar karla á Kaplakrikavelli í dag en þetta þýðir að Leiknir er nú í fallsæti þegar þrír leikir eru eftir.

Lestu um leikinn: FH 4 -  2 Leiknir R.

FH komst í 2-0 á fyrstu 17 mínútum leiksins áður en Leiknismenn minnkuðu muninn.

Heimamenn fengu svo annan góðan kafla á lokakaflanum þar sem Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö og gerði út um leikinn. Leiknir náði að klóra í bakkann, en lokatölur 4-2 og Leiknismenn í basli fyrir síðustu þrjá leikina.

„Við gefum þeim bara 2-0 í forgjöf. Við byrjum ekki leikinn og erum barnalegir en eftir það erum við miklu betri aðilinn og þeir eyddu mikilli orku í byrjun að pressa okkur og svekkjandi að fá ekkert út úr þessu. Tvö stangarskot og svo slökkvum við á okkur í fimm mínútur og þeir skora tvö mörk. Ógeðslega svekkjandi," sagði Sigurður við fjölmiðla í kvöld.

Leiknismenn fengu á sig víti á 16. mínútu er Gyrðir Hrafn Guðbrandsson var í baráttunni við Matthías en Sigurður segir þessa hluti hafa fallið á móti Leikni á þessu tímabili.

„Þetta var klafs og eitthvað en þessi móment eru að falla á móti okkur full mikið sem er svekkjandi líka. Maður þarf að hafa heppni með sér í þessu."

Leiknismenn gerðu taktískar breytingar eftir tuttugu mínútur og það virtist ganga upp.

„Menn þurftu að vakna og vera ekki að spila til baka. Við erum með meiddan markmann í markinu sem getur ekki sparkað og vorum alltaf að spila til baka á hann. Spiluðum þetta gjörsamlega upp í hendurnar á þeim sem var svekkjandi en við löguðum þetta og tókum yfir leikinn og þeir voru búnir að eyða mikilli orku í að hlaupa á okkur. Við vorum góðir eftir það en skapa aðeins meira."

„Það var ekki kveikt á okkur. Ef við lyftum okkur upp þá vorum við ekki að vinna seinni boltana og þeir mættu til leiks. Voru hrikalega öflugir fyrstu 15-20 mínúturnar en svo var eitthvað stress eða eitthvað en við kveiktum á okkur loksins."


Það eru níu stig eftir í pottinum og tveir heimaleikir framundan hjá Leikni. Sigurður segir liðið eiga góða möguleika.

„Níu stig eftir. Þetta er högg en erfiður völlur að koma hingað en þegar FH mætir til leiks er þetta hörkulið með frábæra leikmenn en þetta er mikið högg miðað við hvernig við spiluðum hérna eftir fyrstu 15-20 mínúturnar. Nú eigum við tvo heimaleiki, gyrða okkur og aðeins meira hungur sem þarf að sjást í hópnum og þá erum við til alls líklegir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner