Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 10. október 2022 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Með meiddan markmann í markinu sem getur ekki sparkað
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var vitanlega svekktur eftir 4-2 tapið fyrir FH í neðri hluta Bestu deildar karla á Kaplakrikavelli í dag en þetta þýðir að Leiknir er nú í fallsæti þegar þrír leikir eru eftir.

Lestu um leikinn: FH 4 -  2 Leiknir R.

FH komst í 2-0 á fyrstu 17 mínútum leiksins áður en Leiknismenn minnkuðu muninn.

Heimamenn fengu svo annan góðan kafla á lokakaflanum þar sem Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö og gerði út um leikinn. Leiknir náði að klóra í bakkann, en lokatölur 4-2 og Leiknismenn í basli fyrir síðustu þrjá leikina.

„Við gefum þeim bara 2-0 í forgjöf. Við byrjum ekki leikinn og erum barnalegir en eftir það erum við miklu betri aðilinn og þeir eyddu mikilli orku í byrjun að pressa okkur og svekkjandi að fá ekkert út úr þessu. Tvö stangarskot og svo slökkvum við á okkur í fimm mínútur og þeir skora tvö mörk. Ógeðslega svekkjandi," sagði Sigurður við fjölmiðla í kvöld.

Leiknismenn fengu á sig víti á 16. mínútu er Gyrðir Hrafn Guðbrandsson var í baráttunni við Matthías en Sigurður segir þessa hluti hafa fallið á móti Leikni á þessu tímabili.

„Þetta var klafs og eitthvað en þessi móment eru að falla á móti okkur full mikið sem er svekkjandi líka. Maður þarf að hafa heppni með sér í þessu."

Leiknismenn gerðu taktískar breytingar eftir tuttugu mínútur og það virtist ganga upp.

„Menn þurftu að vakna og vera ekki að spila til baka. Við erum með meiddan markmann í markinu sem getur ekki sparkað og vorum alltaf að spila til baka á hann. Spiluðum þetta gjörsamlega upp í hendurnar á þeim sem var svekkjandi en við löguðum þetta og tókum yfir leikinn og þeir voru búnir að eyða mikilli orku í að hlaupa á okkur. Við vorum góðir eftir það en skapa aðeins meira."

„Það var ekki kveikt á okkur. Ef við lyftum okkur upp þá vorum við ekki að vinna seinni boltana og þeir mættu til leiks. Voru hrikalega öflugir fyrstu 15-20 mínúturnar en svo var eitthvað stress eða eitthvað en við kveiktum á okkur loksins."


Það eru níu stig eftir í pottinum og tveir heimaleikir framundan hjá Leikni. Sigurður segir liðið eiga góða möguleika.

„Níu stig eftir. Þetta er högg en erfiður völlur að koma hingað en þegar FH mætir til leiks er þetta hörkulið með frábæra leikmenn en þetta er mikið högg miðað við hvernig við spiluðum hérna eftir fyrstu 15-20 mínúturnar. Nú eigum við tvo heimaleiki, gyrða okkur og aðeins meira hungur sem þarf að sjást í hópnum og þá erum við til alls líklegir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner