banner
   fim 10. nóvember 2022 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski deildabikarinn: Man Utd áfram eftir fjörugan síðari hálfleik - Garnacho lagði upp tvö
Mynd: Getty Images

Manchester Utd 4 - 2 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins ('48 )
1-1 Anthony Martial ('49 )
1-2 Diogo Dalot ('61 , sjálfsmark)
2-2 Marcus Rashford ('67 )
3-2 Bruno Fernandes ('78 )
4-2 Scott McTominay ('90 )


Manchester United og Aston Villa mættust í síðasta leik um sæti í næstu umferð enska deildabikarsins í kvöld. Eftir markalausan fyrir hálfleik hófst mikið fjör í þeim síðari.

Ollie Watkins kom Aston Villa yfir strax í upphafi síðari hálfleik en Anthony Martial jafnaði metin strax í næstu sókn.

Eftir klukkutíma leik gerði Unai Emery þrefalda skiptingu og aðeins tveimur mínútum síðar skilaði hún árangri. Leon Bailey var einn þeirra sem kom inn á en hann fékk boltann inn á teignum og átti fyrirgjöf sem fór í Diogo Dalot og í netið.

United menn gáfust ekki upp og Marcus Rashford jafnaði metin stuttu síðar. Það kveikti í United liðinu sem hélt áfram að pressa á Villa.

Harry Maguire var nálægt því að koma United yfir en Robin Olson varði skallann frá honum.

United náði hins vegar að skora sigurmark. Það var Bruno Fernandes sem skoraði eftir undirbúning Alejandro Garnacho. Scott McTominay gulltryggði sigurinn með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Aftur var það hinn ungi Garnacho sem lagði upp.

Það verður dregið í 16 liða úrslitin í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner