Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. desember 2019 11:52
Elvar Geir Magnússon
Þrettán ára vísað í burtu vegna kynþáttaníðs
Son í leiknum gegn Burnley.
Son í leiknum gegn Burnley.
Mynd: Getty Images
Burnley hefur staðfest að þrettán ára stuðningsmanni liðsins hafi verið vísað af heimavelli Tottenham eftir kynþáttaníð í garð Son Heung-min, leikmanns Tottenham.

Stuðningsmaðurinn ungi var í fylgd með fullorðnum einstaklingi á leiknum.

Burnley ætlar að hafa samband við táninginn og fjölskyldu hans og bjóða honum á fræðslunámskeið sem er í samstarfi við Kick It Out samtökin sem berjast gegn kynþáttafordómum í fótbolta.

Um helgina var 41 árs einstaklingur handtekinn vegna meintra kynþáttafordóma í garð miðjumannsins Fred hjá Manchester United og þá voru tveir stuðningsmenn Wolves handteknir vegna fordóma í garð samkynhneigðra.

Þá er Everton að rannsaka hommafóbísk köll sem beindust að stuðningsmönnum Chelsea á Goodison Park um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner