Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. desember 2023 15:15
Aksentije Milisic
Annað belgískt félag hefur áhuga á Hákoni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Hákon Rafn Valdimarsson, leikmaður Elfsborg og íslenska landsliðsins, er orðaður við Gent í Belgíu en hann hefur einnig verið orðaður við Anderlecht að undanförnu.


Hákon var valinn markvörður ársins í Svíþjóð og þriðji besti leikmaður deildarinnar þegar Elfsborg hafnaði í öðru sætinu.

Í kjölfarið fékk Hákon tækifæri í markinu hjá íslenska landsliðinu þar sem hann stóð sig með prýði í 2-0 tapi gegn Portúgal í undankeppni EM.

Hann er orðaður við Gent en liðið mætti Breiðablik í Sambandsdeildinni á dögunum þar sem Gent vann 2-3 sigur á Laugardalsvellinum. Gent vann þá fyrri leikinn með fimm mörkum gegn engu.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í málum hins 22 ára gamla Hákons en belgískir fjölmiðlar segja að Gent hafi lagt fram tilboð í markmanninn. Formaður Elfsborg neitar þeim fréttum hins vegar.

„Það er mikill áhugi á Hákoni frá liðum erlendis. Það þurfa allir aðilar að vera sáttir svo niðurstaða náist. Við tölum mikið við Hákon og við sjáum hvað gerist," sagði Stefan Andreasson.Athugasemdir
banner
banner
banner
banner