Það eru ýmsir miðlar sem greina frá því að Barcelona hafi áhuga á því að krækja í Marcus Rashford frá Manchester United.
Rashford hefur ekki þótt standa sig nægilega vel á yfirstandandi tímabili, og eru Börsungar áhugasamir um að fá sóknarmanninn á láni í janúar.
Ólíklegt þykir að Rauðu djöflarnir séu reiðubúnir til að lána Rashford út, eftir að hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið í sumar.
Börsungar hafa verið hrifnir af Rashford frá því að hann var táningur, en leikmaðurinn var einnig sterklega orðaður við PSG í Frakklandi áður fyrr.
Rashford er 26 ára gamall og virðist ekki ánægður með lífið í Manchester. Hann á 379 leiki að baki fyrir Man Utd, auk þess að hafa spilað 59 landsleiki fyrir England.
Athugasemdir