Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 10. desember 2023 13:50
Aksentije Milisic
Segir að Aguero hafi logið til að sleppa viðtölum - Talaði frábæra ensku

Sergio Aguero, fyrrverandi leikmaður Manchester City og markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins, fór mjög sjaldan í viðtöl eftir leiki á tíma sínum á Englandi.


Hann átti í vandræðum með tungumálið, að menn héldu, og fór því örsjaldan í viðtöl. Micah Richards, fyrrverandi samherji Aguero, segir að þetta hafi allt verið leikþáttur hjá Argentínumanninum til þess að sleppa við viðtölin.

„Aguero var að ljúga! Þegar hann var spurður um að mæta í viðtöl, þá sagðist hann ekki tala ensku," sagði Richards í hlaðvarpsþættinum The Rest Is Football.

„Hann talaði frábæra ensku og kunni öll slangur. Hann kunni öll hugtökin. Auðvitað er allt annað að tala við félaga þína og fara svo í viðtal. En hann sagðist aldrei tala ensku og komst upp með það."

„Hann var endalaust að fíflast í mér, James Milner, Joleon Lescott, allir ensku strákarnir þurftu að fara í viðtöl en Kun sagði alltaf bara: Ég tala enga ensku."

Aguero gerði 260 mörk í 389 leikjum í öllum keppnum fyrir City.


Athugasemdir
banner