PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 10. desember 2023 17:01
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atlético vann - Frestuðu leik vegna andláts áhorfanda
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Atlético Madrid fékk Almería í heimsókn í fyrsta leik dagsins í spænska boltanum og komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik.

Álvaro Morata og Ángel Correa skoruðu mörk heimamanna eftir stoðsendingar frá Antoine Griezmann og Marcos Llorente og leiddi Atletico 2-0 í leikhlé.

Almeria var talsvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik og náði að minnka muninn á 62. mínútu með marki frá Léo Baptistao.

Gestunum tókst ekki að jafna þrátt fyrir yfirburði og urðu lokatölur 2-1 fyrir Atletico, sem er í þriðja sæti spænsku deildarinnar með 34 stig eftir 15 umferðir. Lærisveinar Diego Simeone eru fimm stigum eftir toppliði Real Madrid og eiga leik til góða.

Viðureign Granada og Athletic Bilbao var þá frestað eftir að áhorfandi lést á leiknum. Inaki Williams kom Athletic yfir snemma leiks en leikurinn var stöðvaður á 18. mínútu. Um hálftíma síðar var tekin ákvörðun um að fresta þyrfti leiknum vegna áfallsins.

Atletico Madrid 2 - 1 Almeria
1-0 Alvaro Morata ('17)
2-0 Angel Correa ('22)
2-1 Leo Baptistao ('62)

Granada 0 - 1 Athletic Bilbao
0-1 Inaki Williams ('6)
Leik frestað
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 15 11 3 1 32 13 +19 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
6 Espanyol 14 7 3 4 18 16 +2 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
11 Vallecano 14 4 5 5 13 15 -2 17
12 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
13 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
14 Celta 14 3 7 4 16 19 -3 16
15 Valencia 15 3 6 6 14 23 -9 15
16 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 15 2 6 7 13 29 -16 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
Athugasemdir
banner