Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   þri 10. desember 2024 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Sigurjóns æfir með Víkingum
Atli Sigurjónsson.
Atli Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjónsson, fyrrum leikmaður KR, hefur æft með Víkingi núna þegar hann er að íhuga framtíðina á fótboltaferli sínum.

Atli er 33 ára gamall kantmaður sem hafði leikið með KR frá 2017 en samningur hans þar rann út á dögunum.

Atli hefur einnig leikið með Þór og Breiðabliki á sínum ferli, en hann er uppalinn hjá fyrrnefnda félaginu.

„Atli kom á æfingu í gær. Við ætlum að leyfa honum að æfa og skoða hann í leiðinni. Það er ekkert meira en það," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, við Fótbolta.net í dag.

Atli hefur einnig verið orðaður við Fram en það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir næst.

Ekki náðist í Atla við vinnslu þessarar fréttar.
Athugasemdir
banner