Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   þri 10. desember 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær hafnaði Molde
Mynd: Getty Images
Norski miðillinn VG fjallar um það í dag að Ole Gunnar Solskjær hefði hafnað tækifærinu á að taka við Molde.

Molde ákvað að reka Erling Moe á sunnudag eftir að honum mistókst að stýra Molde í Evrópusæti. Síðasti naglinn í kistu Moe var tap gegn Júlíusi Magnússyni og félögum í Fredrikstad í úrslitaleik bikarsins um helgina.

Solskjær er fyrrum leikmaður Molde, lék með liðinu áður en hann var fenginn til Manchester United árið 1996.

Hann stýrði svo Molde á árunum 2011-14 og svo aftur 15-18. Solskjær gerði Molde að norskum meisturum 2011 og 2012 og bikarmeisturum 2013.

Hann hefur ekki verið í stjórastarfi síðan hann var rekinn frá Manchester United í nóvember 2021.
Athugasemdir
banner
banner