Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 11. janúar 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miklu betri en Tryggvi á sama aldri - „Mun ná helvíti langt"
Maður sér bara að hann er alltaf að verða betri og betri
Maður sér bara að hann er alltaf að verða betri og betri
Mynd: Getty Images
Það er frekar að það sé hann sem ætti að ráðleggja mér
Það er frekar að það sé hann sem ætti að ráðleggja mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Tryggva Hrafn Haraldsson, leikmann Vals, í gær. Hann hefur verið orðaður í burtu frá Val og hafa bæði ÍA og Breiðablik boðið í sóknarmanninn.

Sjá einnig:
Tryggvi Hrafn: Ég hef engan áhuga á að fara frá Val

Tryggvi er eldri bróðir Hákons Arnars sem er leikmaður FC Kaupmannahafnar í Danmörku. Tryggvi var spurður út í Hákon.

„Það er geggjað að fylgjast með honum, hann er að standa sig frábærlega, fá fullt af mínútum og byrja nokkra leiki í stærsta liðinu á Norðurlöndunum. Hann er núna á frábærum stað til þess að halda áfram og gera betur. Ég reyni að horfa á eins marga leiki og ég get með honum og maður sér bara að hann er alltaf að verða betri og betri. Ég held að hann muni ná helvíti langt," sagði Tryggvi.

Er hann betri en þú varst á þessum aldri? „Alveg 100%, miklu betri," sagði Tryggvi og hló. Tryggvi fór 21 árs til Halmstad í Svíþjóð, kom aftur heim 2019 og fór svo aftur erlendis haustið 2020, til Lilleström, áður en hann samdi við Val.

„Hann er rosalega góður í fótbolta, með mjög mikla tæknilega getu og með fótboltaheila - sér leikinn vel, les hann og er með mjög góðan leikskilning. Hann á ennþá eftir að stækka aðeins, styrkjast og þá verður hann bara ennþá betri."

Ertu mikið að ráðleggja honum? „Ég treysti honum sjálfum til þess að finna úr því ef það er eitthvað að laga. Ég var meira að ráðleggja honum þegar hann var enn yngri. Hann er í það flottum höndum hjá FCK og menn vita alveg hvað þeir eru að gera þarna. Það er frekar að það sé hann sem ætti að ráðleggja mér."

„Ég er mjög glaður fyrir hans hönd og mjög gaman að sjá hann standa sig svona vel."


Bauð hann velkominn í meistaraflokk
Að öðru, þriðji bróðirinn Haukur Andri, þú mættir honum í æfingaleik eins og frægt er orðið.

Sjáðu atvikið:
Hákon fór að hlæja þegar hann sá Tryggva tækla Hauk

„Það var mjög skemmtilegt, maður bjóst ekki við því að mæta honum alveg strax en ÍA er að spila fullt af ungum strákum núna. Það var mjög gaman að spila gegn honum og það var eitt atvik þar sem ég bauð hann velkominn í meistaraflokk eins og mamma orðaði svo skemmtilega."

„Við ræddum þetta upp í húsi ég og bróðir minn, ekkert vesen,"
sagði Tryggvi léttur að lokum. Tryggvi er fæddur 1996, Hákon árið 2003 og Haukur árið 2005.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner