Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 11. janúar 2022 15:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
SönderjyskE búið að bjóða í Atla Barkarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið SönderjyskE hefur boðið í Atla Barkarson, vinstri bakvörð Víkings Reykjavíkur samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football, ræddi um þetta í hlaðvarpsþætti dagsins fyrr í dag.

Viðræður eru í gangi og eiga liðin eftir að komast að samkomulagi um kaupverð.

Atli myndi hitta fyrir Kristófer Inga Kristinsson hjá danska félaginu. Kristófer kom til danska félagsins frá franska félaginu Grenoble síðasta sumar.

Atli er staddur í Tyrklandi með íslenska A-landsliðinu og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik gegn Úganda á morgun.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur norska félagið Vålerenga einnig haft augastað á Atla.
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner