Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. janúar 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það hafa þjálfarar nokkurra félaga spurst fyrir um hann"
Davíð Snær Jóhannsson.
Davíð Snær Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson, miðjumaður Keflavíkur, hefur verið orðaður við FH að undanförnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, vonast til að halda leikmanninum efnilega.

„Við erum að skoða þau mál. Hann er okkar leikmaður eins og er. Samningur hans rennur út um áramótin, ef ég man rétt. Það hafa þjálfarar nokkurra félaga spurst fyrir um hann. Við myndum helst kjósa að hann yrði áfram hjá okkur. Hann hefur spilað nánast allar mínútur frá því ég byrjaði að vinna með liðinu og er gríðarlega efnilegur leikmaður," sagði Sigurður Ragnar eftir tap gegn Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu um síðustu helgi.

Siggi Raggi segir að það yrði best fyrir Keflavík að selja hann erlendis ef hann fer eitthvert.

„Best væri - ef hann væri að fara frá okkur - að selja hann til útlanda. Við erum að skoða það. Við höfum ekki fengið tilboð í hann en félög hafa látið okkur vita að þau séu að fylgjast með honum. Það er eitt að sýna áhuga og annað að setja fram tilboð. Ef Davíð verður ekki okkar leikmaður til framtíðar, þá leitumst við eftir að selja hann og helst til útlanda."

Davíð er samningsbundinn Keflavík til áramóta og verður athyglisvert að sjá hvað gerist í hans málum.

Hvað með Sindra Kristin?
Sindri Kristinn Ólafsson var virkilega flottur í marki Keflavíkur á síðasta tímabili. Hann fór nýverið til Esbjerg í Danmörku og var þar til reynslu. Siggi Raggi býst við að markvörðurinn öflugi verði áfram í Keflavík.

„Ég held að hann verði hjá okkur. Ég hef allavega ekki heyrt annað. Hann tók góð og skref í fyrra og byggir vonandi ofan á það í sumar."

Sjá einnig:
Keflavík leitar að styrkingu - „Nóg af senturum í KR"
Munur á undirbúningi Keflavíkur og Blika - „Gaman að sjá menn grípa tækifærið"
Athugasemdir
banner
banner