Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. febrúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Özil og Lacazette ánægðari undir stjórn Arteta
Alexandre Lacazette.
Alexandre Lacazette.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil og Alexandre Lacazette, leikmenn Arsenal, segir að meiri ánægja og samheldni sé í leikmannahópi liðsins eftir að Mikel Arteta tók við stjórnvölunum af Unai Emery.

„Sem lið erum við mun ánægðari og allir vilja gefa allt fyrir félagið," sagði Özil.

„Við höfum bætt okkur mikið taktískt og ég vona að okkur gangi betur í framtíðinni."

Lacazette hefur ekki skorað síðan Arteta tók við en hann er hrifinn af Spánverjanum.

„Við erum sameinaðari núna. Það á bæði við hvernig við hugsum innan og utan vallar. Taktíkst erum við betri og við munum sjá mikla bætingu á næstu vikum," sagði Lacazette.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner