Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 11. febrúar 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn í dag - Athletic Bilbao og Levante eigast við í undanúrslitum
Athletic Bilbao og Levante mætast í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska konungsbikarsins í kvöld.

Athletic vonast til að komast í úrslitaleik bikarsins annað árið í röð en liðið á þó enn eftir að spila úrslitaleikinn frá síðasta tímabili.

Sá leikur er gegn nágrönnum þeirra í Real Sociedad og fer fram 3. apríl.

Athletic getur því átt möguleika á að spila tvo úrslitaleiki á tveimur vikum í sama bikarnum en úrslitaleikurinn fyrir þetta tímabil fer fram 18. apríl.

Leikur dagsins:
20:00 Athletic - Levante
Athugasemdir
banner