Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. mars 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Henderson: Áttum skilið að fara áfram
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld.

Liverpool tapaði fyrri leiknum 1-0 í Madríd og var staðan 1-0 eftir 90 mínútur á Anfield, þrátt fyrir gríðarlega yfirburði heimamanna sem hefðu hæglega getað verið búnir að skora tvö eða þrjú.

Leikurinn fór því í framlengingu og voru heimamenn fyrri til að skora. Atletico svaraði þó fyrir sig með þremur mörkum og tryggði sig áfram.

„Við erum mjög vonsviknir með þessi úrslit. Mér fannst frammistaðan heilt yfir vera góð en við erum ósáttir með mörkin sem við fengum á okkur. Við vitum hversu mikilvægt er að halda einbeitingu alveg þar til í lokin en það klikkaði í kvöld," sagði Henderson.

„Við höfum lent í svona stöðum áður og þetta er mjög svekkjandi. Við áttum skilið að fara áfram miðað við frammistöðuna, við sköpuðum svo mikið af færum en Jan Oblak átti stórleik.

„Það er erfitt að spila gegn svona sterku varnarliði en við sköpuðum samt færin, boltinn vildi bara ekki fara í netið.

„Við verðum að læra af þessu tapi og klára tímabilið af krafti. Núna fer öll einbeitingin í nágrannaslaginn gegn Everton."

Athugasemdir
banner
banner
banner