Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. mars 2020 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: ÍA hafði betur í Mosfellsbæ
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Afturelding 1 - 2 ÍA
1-0 Jason Daði Svanþórsson ('42)
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('57, víti)
1-2 Júlíus Emil Baldursson ('81)

Afturelding og ÍA mættust í lokaumferð riðils 1 í A-deild Lengjubikarsins í kvöld.

Jason Daði Svanþórsson skoraði á 42. mínútu og leiddu heimamenn í Mosfellsbæ í leikhlé.

Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik áður en Júlíus Emil Baldursson gerði sigurmark Skagamanna á 81. mínútu.

ÍA lýkur keppni í þriðja sæti riðilsins, með níu stig eftir fimm umferðir. Afturelding náði aðeins í eitt stig, gegn Leikni Fáskrúðsfirði.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner