Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 11. mars 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Pirlo tekur við varaliði Juventus
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Andrea Pirlo muni taka við varaliði Juventus, U23 liðinu, frá og með næsta mánuði.

Þessi fótboltagoðsögn lagði skóna á hilluna 2017 eftir stutta dvöl hjá New York City í MLS-deildinni.

Pirlo flutti þá aftur til Ítalíu þar sem hann hefur verið að mennta sig í þjálfun.

Pirlo verður þjálfari U23 liðs Juventus sem spilar í ítölsku C-deildinni.

Pirlo spilaði með Juventus í fjögur ár, frá 2011-2015, og vann ítalska meistaratitilinn öll árin. Hann var í heimsmeistaraliði Ítalíu 2006.
Athugasemdir