Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. apríl 2021 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Koeman fór þegar fréttamaður tók ekki undir
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman og leikmenn hans í Barcelona voru sárir eftir 2-1 tap gegn Real Madrid í El Clasico í gærkvöldi.

Börsungar voru ósáttir með dómgæsluna í leiknum og vildu fá vítaspyrnu á lokakaflanum en fengu ekki.

Koeman var í viðtali að leikslokum og spurði fréttamann hvort hann hefði séð atvikið. Fréttamaður svaraði því játandi, en sagðist ekki vilja tjá sig um hvort þetta hafi átt að vera vítaspyrna. Koeman varð ósáttur og gekk í burtu.

Koeman: „Ertu búinn að sjá atvikið?"

Fréttamaður: „Já, ég er búinn að því."

Koeman: „Er þetta vítaspyrna eða er þetta ekki vítaspyrna?"

Fréttamaður: „Dómarinn þarf að taka þá ákvörðun, með aðstoð frá VAR.

Koeman: „Ef þú vilt ekki gefa skoðun, ekki þá gefa skoðun."

Fréttamaður: „En ég skil að -- Allt í lagi, þetta voru orð Ronald Koeman."

Sjá einnig:
Barcelona vildi fá víti - Braithwaite stakk sér til sunds

Ronald Koeman walks out from the post-match interview after the interviewer refuses to back up his complains about the referee from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner