Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 11. apríl 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bryan Gil hefur engan áhuga á að fara út á láni
Mynd: EPA
Spænski kantmaðurinn Bryan Gil hefur engan áhuga á að yfirgefa Tottenham Hotspur á lánssamningi, þrátt fyrir áhuga ýmissa félaga.

Brighton er meðal félaga sem reyndu að fá Gil lánaðan til sín í janúarglugganum en Spánverjinn hafnaði tækifærinu. Hann ætlar að berjast um byrjunarliðssæti hjá Spurs og mun ekki yfirgefa félagið nema fyrir mikilvæg félagsskipti.

Gil er 23 ára gamall og hefur ekki spilað nema um 250 mínútur á yfirstandandi tímabili. Hann hefur verið hjá Tottenham í tvö og hálft ár og aðeins tekið þátt í 42 leikjum fyrir félagið, en lék einnig fyrir Valencia og Sevilla á hálfs árs lánssamningum tímabilin 2021-22 og 2022-23.

Gil á rúmlega tvö ár eftir af samningi sínum við Tottenham en hann á fjóra A-landsleiki að baki fyrir Spán eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur upp yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner