Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 11. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin í dag - Hákon Arnar kíkir á Villa Park
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar hefjast í dag þegar Fiorentina heimsækir Viktoria Plzen á sama tíma og Olympiakos tekur á móti Fenerbahce.

Þar er um áhugaverða slagi að ræða, þar sem búist er við að Fiorentina komist framhjá Plzen í Tékklandi á meðan stjörnum prýtt lið Fenerbahce gæti lent í vandræðum gegn Vicente Iborra, Gelson Martins, Daniel Podence og félögum í Grikklandi.

Leikmannahópur Fenerbahce er gríðarlega öflugur og er liðið á blússandi siglingu í titilbaráttu tyrknesku deildarinnar.

Stórleikur dagsins hefst klukkan 19:00 þegar Aston Villa, sem er talið eitt af sigurstranglegri liðum keppninnar, tekur á móti Hákoni Arnari Haraldssyni og félögum frá Lille.

Hákon Arnar er með byrjunarliðssæti hjá Lille en þrautin gæti orðið ansi þung gegn Villa.

Hákon hefur verið að spila úti á vinstri kanti og ef hann verður í byrjunarliðinu í kvöld mun hann ekki mæta hægra bakverðinum öfluga Matty Cash vegna meiðsla. Hann mun líklegast mæta Ezri Konsa í staðinn, en Konsa er talsvert varnarsinnaðari leikmaður heldur en Cash, enda miðvörður að upplagi.

Að lokum er það viðureign Club Brugge og PAOK í Belgíu, þar sem PAOK er annað gríska félagið til að komast í 8-liða úrslitin.

Leikir kvöldsins:
16:45 Plzen - Fiorentina
16:45 Olympiakos - Fenerbahce
19:00 Aston Villa - Lille
19:00 Club Brugge - PAOK
Athugasemdir
banner
banner