Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   þri 11. maí 2021 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Dramatískt jafntefli hjá Barca
Levante 3 - 3 Barcelona
0-1 Lionel Messi ('25)
0-2 Pedri ('34)
1-2 Gonzalo Melero ('57)
2-2 Jose Morales ('59)
2-3 Ousmane Dembele ('64)
3-3 Sergio Leon ('83)

Barcelona heimsótti Levante og þurfti sigur í spænsku titilbaráttunni. Lionel Messi og félagar mættu í leikinn fullir eldmóði og gjörsamlega rúlluðu yfir heimamenn í fyrri hálfleik.

Lionel Messi skoraði frábært mark og átti svo stóran þátt í marki Pedri og var staðan 0-2 í leikhlé.

Heimamenn í Levante tóku völdin eftir leikhlé og jöfnuðu leikinn á þremur mínútum. Gonzalo Melero skoraði með skalla áður en Jose Morales jafnaði eftir frábæra sókn en gleðin var skammlíf.

Ousmane Dembele kom Börsungum aftur yfir með frábæru marki fimm mínútum eftir jöfnunarmark Levante og var staðan 2-3 þar til á lokakaflanum.

Levante tókst þá að jafna, Sergio Leon skoraði frábært mark úr erfiðu og afar þröngu færi. Lokatölur urðu 3-3.

Þetta þýðir að Barcelona gæti verið að missa af titlinum, enda er þetta annað jafntefli liðsins í röð. Barca er í öðru sæti með tvo leiki óspilaða, einu stigi eftir toppliði Atletico Madrid sem á leik til góða.

Real Madrid er í þriðja sæti einu stigi á eftir, með leik til góða.

ATH! Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner