Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 11. maí 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Sumarhreingerningar framundan hjá Arteta - Leno sagður á útleið
Það eru sumahreingerningar framundan hjá Arsenal og Mikel Arteta vill fá nýjan aðalmarkvörð, football.london segir að Arteta sé tilbúinn að selja Bernd Leno.

Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Arsenal en liðið er um miðja ensku úrvalsdeildina og ólíklegt að liðið verði í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Arsenal er tilbúið að hlusta á tilboð í miðjumennina Matteo Guendouzi og Lucas Torreira. Guendouzi er hjá Herthu Berlín á lánssamningi og Torreira hjá Atletico Madrid.

Hector Bellerín, sem hefur verið orðaður við Barcelona, verður einnig fáanlegur og Ainsley Maitland-Niles sem er á láni hjá West Brom.

Í slúðurpakkanum í morgun var sagt að efstur á óskalista Arsenal í sumar sé franski miðjumaðurinn Eduardo Camavinga (18) sem leikur fyrir Rennes. Camavinga er ákaflega spennandi leikmaður sem mörg stórlið eru að fylgjast með.

Þá herma heimildir íþróttafréttamannsins Mark Mann-Bryans að varnarmaðurinn William Saliba, sem er hjá Nice á láni frá Arsenal, sé í áætlunum Arteta fyrir næsta tímabil.


Athugasemdir
banner
banner