Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. júní 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Coutinho óánægður með sjálfan sig
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho yfirgaf í janúar árið 2018 herbúðir Liverpool og gekk í raðir Barcelona. Þar hefur hann tvisvar sinnum orðir spænskur meistari með Katalóníurisanum.

Coutinho hefur ekki náð að spila eins vel fyrir Barcelona og vonir stóðu til og hefur hann verið mikið orðaður í burt frá félaginu.

Coutinho er eins og er að undirbúa sig fyrir Copa America, Suður-Ameríu keppnina, með brasilíska landsliðinu. Keppnin er haldin í Brasilíu.

„Ég átti ekki góða leiktíð," sagði Coutinho við Marca á dögunum.

„Ég bjóst við því að ég yrði betri, mig skortir sjálfstraust og ég þarf að gera betur."

Thiago Silva, fyrirliði brasilíska landsliðins, tjáði sig einnig um tímabil Coutinho.

„Hann átti erfitt tímabil í Barcelona. Það var baulað á hann og krafan var mikil frá stuðningsmönnum. Hér í landsliðinu er hann aðalmaðurinn eftir að við misstum Neymar."

„Hann stýrir leiknum og er yfirleitt bestur á vellinum. Í æfingaleikjum hef ég reynt að hjálpa honum að öðlast sjálfstraust. Við þurfum á honum að halda, sérstaklega þegar það vantar Neymar."
Athugasemdir
banner
banner
banner