Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   þri 11. júní 2019 21:26
Arnar Helgi Magnússon
Hörður um umræðuna fyrir leik: Peppaði okkur enn meira
Icelandair
Hörður áritar fyrir ungan stuðningsmann eftir leikinn
Hörður áritar fyrir ungan stuðningsmann eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geðveikt að vinna Tyrkina eftir að þeir unnu Frakkana. Það sýnir bara hversu góðir við erum. Þetta var góð liðsheild," sagði Hörður Björgvin eftir sigurinn á Tyrklandi í kvöld.

Hörður Björgvin byrjaði á varamannabekknum í dag en kom inn í síðari hálfleik fyrir meiddan Ara Frey.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Það er alltaf erfitt að komast inn í leiki en það gekk vel í dag. Ég er bara stoltur af liðsheildinni og að við höfum náð að klára þetta," sagði Hörður Björgvin.

„Ég er bara sáttur fyrir Ara hönd að hafa fengið tækifæri og hann nýtti það vel. Hann var tæpur í lærinu og þurfti skiptingu, þá kom ég bara inn og gerði mitt."

Hörður segir að hann hafi ekki verið stressaður undir lok leiksins þegar Tyrkir voru að reyna að finna jöfnunarmarkið.

„Alls ekki. Við höfum spilað marga leiki saman og við þekkjum það að fá á okkur og fá ekki á okkur mörk á lokamínútunum. Við vorum rólegir og reyndum að kýla boltanum fram til þess að halda hreinu."

Umræðan í aðdraganda leiksins snerist lítið um leikinn sjálfann heldur uppákomu í Leifsstöð þegar tyrkneska liðið lenti hér á landi.

„Þetta var bara geðveikt og peppaði okkur bara enn þá meira. Smá sokkur upp í alla sem að við vitum að þurfi að taka þennan sokk upp í sig."

Nánar er rætt við Hörð í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner