Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
   þri 11. júní 2019 21:26
Arnar Helgi Magnússon
Hörður um umræðuna fyrir leik: Peppaði okkur enn meira
Icelandair
Hörður áritar fyrir ungan stuðningsmann eftir leikinn
Hörður áritar fyrir ungan stuðningsmann eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geðveikt að vinna Tyrkina eftir að þeir unnu Frakkana. Það sýnir bara hversu góðir við erum. Þetta var góð liðsheild," sagði Hörður Björgvin eftir sigurinn á Tyrklandi í kvöld.

Hörður Björgvin byrjaði á varamannabekknum í dag en kom inn í síðari hálfleik fyrir meiddan Ara Frey.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Það er alltaf erfitt að komast inn í leiki en það gekk vel í dag. Ég er bara stoltur af liðsheildinni og að við höfum náð að klára þetta," sagði Hörður Björgvin.

„Ég er bara sáttur fyrir Ara hönd að hafa fengið tækifæri og hann nýtti það vel. Hann var tæpur í lærinu og þurfti skiptingu, þá kom ég bara inn og gerði mitt."

Hörður segir að hann hafi ekki verið stressaður undir lok leiksins þegar Tyrkir voru að reyna að finna jöfnunarmarkið.

„Alls ekki. Við höfum spilað marga leiki saman og við þekkjum það að fá á okkur og fá ekki á okkur mörk á lokamínútunum. Við vorum rólegir og reyndum að kýla boltanum fram til þess að halda hreinu."

Umræðan í aðdraganda leiksins snerist lítið um leikinn sjálfann heldur uppákomu í Leifsstöð þegar tyrkneska liðið lenti hér á landi.

„Þetta var bara geðveikt og peppaði okkur bara enn þá meira. Smá sokkur upp í alla sem að við vitum að þurfi að taka þennan sokk upp í sig."

Nánar er rætt við Hörð í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner