Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   þri 11. júní 2019 21:26
Arnar Helgi Magnússon
Hörður um umræðuna fyrir leik: Peppaði okkur enn meira
Icelandair
Hörður áritar fyrir ungan stuðningsmann eftir leikinn
Hörður áritar fyrir ungan stuðningsmann eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geðveikt að vinna Tyrkina eftir að þeir unnu Frakkana. Það sýnir bara hversu góðir við erum. Þetta var góð liðsheild," sagði Hörður Björgvin eftir sigurinn á Tyrklandi í kvöld.

Hörður Björgvin byrjaði á varamannabekknum í dag en kom inn í síðari hálfleik fyrir meiddan Ara Frey.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Það er alltaf erfitt að komast inn í leiki en það gekk vel í dag. Ég er bara stoltur af liðsheildinni og að við höfum náð að klára þetta," sagði Hörður Björgvin.

„Ég er bara sáttur fyrir Ara hönd að hafa fengið tækifæri og hann nýtti það vel. Hann var tæpur í lærinu og þurfti skiptingu, þá kom ég bara inn og gerði mitt."

Hörður segir að hann hafi ekki verið stressaður undir lok leiksins þegar Tyrkir voru að reyna að finna jöfnunarmarkið.

„Alls ekki. Við höfum spilað marga leiki saman og við þekkjum það að fá á okkur og fá ekki á okkur mörk á lokamínútunum. Við vorum rólegir og reyndum að kýla boltanum fram til þess að halda hreinu."

Umræðan í aðdraganda leiksins snerist lítið um leikinn sjálfann heldur uppákomu í Leifsstöð þegar tyrkneska liðið lenti hér á landi.

„Þetta var bara geðveikt og peppaði okkur bara enn þá meira. Smá sokkur upp í alla sem að við vitum að þurfi að taka þennan sokk upp í sig."

Nánar er rætt við Hörð í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir