Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
   þri 11. júní 2019 21:26
Arnar Helgi Magnússon
Hörður um umræðuna fyrir leik: Peppaði okkur enn meira
Icelandair
Hörður áritar fyrir ungan stuðningsmann eftir leikinn
Hörður áritar fyrir ungan stuðningsmann eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geðveikt að vinna Tyrkina eftir að þeir unnu Frakkana. Það sýnir bara hversu góðir við erum. Þetta var góð liðsheild," sagði Hörður Björgvin eftir sigurinn á Tyrklandi í kvöld.

Hörður Björgvin byrjaði á varamannabekknum í dag en kom inn í síðari hálfleik fyrir meiddan Ara Frey.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Það er alltaf erfitt að komast inn í leiki en það gekk vel í dag. Ég er bara stoltur af liðsheildinni og að við höfum náð að klára þetta," sagði Hörður Björgvin.

„Ég er bara sáttur fyrir Ara hönd að hafa fengið tækifæri og hann nýtti það vel. Hann var tæpur í lærinu og þurfti skiptingu, þá kom ég bara inn og gerði mitt."

Hörður segir að hann hafi ekki verið stressaður undir lok leiksins þegar Tyrkir voru að reyna að finna jöfnunarmarkið.

„Alls ekki. Við höfum spilað marga leiki saman og við þekkjum það að fá á okkur og fá ekki á okkur mörk á lokamínútunum. Við vorum rólegir og reyndum að kýla boltanum fram til þess að halda hreinu."

Umræðan í aðdraganda leiksins snerist lítið um leikinn sjálfann heldur uppákomu í Leifsstöð þegar tyrkneska liðið lenti hér á landi.

„Þetta var bara geðveikt og peppaði okkur bara enn þá meira. Smá sokkur upp í alla sem að við vitum að þurfi að taka þennan sokk upp í sig."

Nánar er rætt við Hörð í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner