banner
   þri 11. júní 2019 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Max Aarons næstur á lista Manchester United
Max Arons, hægri bakvörður Norwich.
Max Arons, hægri bakvörður Norwich.
Mynd: Getty Images
Ef að Manchester United tekst ekki að fá Aaron Wan-Bissaka frá Crystal Palace þá er Max Aaron, bakvörður Norwich, á óskalistanum. Sky Sports segir frá.

United er að reyna að kaupa hægri bakvörður og lítur félagið á Aarons sem kost númer tvö í stöðuna.

Crystal Palace neitaði nýlega 40 milljóna punda tilboði frá United í Wan-Bissaka. Crystal Palace var talið vilja fá um 60 milljónir punda fyrir leikmanninn unga sem á þrjú ár eftir af samningi sínum.

Í gær sagði Sky Sports að Man Utd væri að gera nýtt tilboð í Wan-Bissaka. Það tilboð mun vera nær 60 milljónum punda.

Wan-Bissaka er 21 árs gamall og var frábær á nýliðnu tímabili hjá Crystal Palace.

Aarons er 19 ára gamall og spilaði stórt hlutverk er Norwich komst upp í ensku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili. Hann var valinn besti leikmaðurinn í ensku Championship-deildinni.

Palace er líka talið hafa áhuga á honum, ef Wan-Bissaka fer. Þá hefur hann einnig verið orðaður við Tottenham og þýska félagið RB Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner