Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 11. júní 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM í dag - Þurfum sigur gegn reiðum Tyrkjum
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þrettán leikir fara fram í undankeppni EM2020 í dag. Þar á meðal er að sjálfsögðu leikur Íslands og Tyrklands sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld.

Umræðan fyrir leikinn hefur að miklu leiti tengst komu tyrkneska landsliðsins til landsins. Tyrkir eru ekki glaðir með móttökurnar sem þeir fengu og þjálfari þeirra sagði í viðtali í gær að hann hefði aldrei upplifað neitt þessu líkt.

Nóg af Tyrkjunum. Ísland þarf að vinna í kvöld. Tyrkirnir eru efstir í riðlinum og voru þeir fyrirfram taldir helstu keppinautar landsliðs okkar í baráttunni um annað sætið í riðlinum.

Tyrkirnir gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimsmeistara Frakka að velli á laugardaginn og eru með fullt hús stiga. Í 2. og 3. sæti sitja svo Frakkar og Íslendingar með sex stig.

Tapi íslenska liðið í kvöld þýðir það að Tyrkirnir færast sex stigum frá okkur og er það staða sem er alls ekki vænleg. Efstu tvö sætin í riðlinum gefa öruggt sæti á EM2020.

Jóhann Berg Guðmundsson er sagður tæpur fyrir leikinn í kvöld en hann skoraði þegar liðin mættust síðast sem og á laugardaginn þegar hann gerði sigurmark Íslendinga gegn Albaníu. Birkir Bjarnason æfði ekki með landsliðinu í gær.

Undankeppni EM2020 - Þriðjudagur 11. júní
C-riðill
18:45 Þýskaland - Eistland
18:45 Hvíta Rússland - Norður Írland

E-riðill
16:00 Azerbaijan - Slóvakía
18:45 Ungverjaland - Wales

H-riðill
18:45 Albanía - Moldova (Stöð2Sport2)
18:45 Ísland - Tyrkland (RÚV)
18:45 Andorra - Frakkland

I-riðill
14:00 Kazakhstan - San Marino
18:45 Rússland - Kýpur
18:45 Belgía - Skotland

J-riðill
18:45 Ítalía - Bosnía (Stöð2Sport)
18:45 Liechtenstein - Finland
18:45 Grikkland - Armenía
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner