Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. júní 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Víking hafa boðið Andra Rúnari samning - Á að hafa neitað ÍBV
Í landsleik 2018.
Í landsleik 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Víkingar eru búnir að gefa Andra Rúnari Bjarnasyni vænlegt samningstilboð," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

„Hann var einnig með tilboð frá ÍBV en hann neitaði því," sagði Hrafnkell.

Andri Rúnar Bjarnason er leikmaður Esbjerg í dönsku B-deildinni. Esbjerg mistókst að fara upp um deild í vetur og eru líkur á því að Andri yfirgefi herbúðir danska félagsins. Hann á eitt ár eftir af samningi samkvæmt Transfermarkt en getur að öllum líkindum losnað undan honum.

Andri hefur leikið með BÍ/Bolungarvík, Víkingi, Grindavík, Helsingborg, Kaiserslautern og Esbjerg á sínum ferli. Hann skoraði þrjú mörk í fjórtán deildarleikjum í vetur.

Hann á þá að baki fimm A-landsleiki og hefur skorað eitt mark. Hann lék með Víkingi 2015 en gekk í raðir Grindavíkur í upphafi móts 2016. Sumarið 2017 skoraði hann nítján mörk sem var jöfnun á meti í efstu deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner