
„Það tekur bara við frí, fríið langa," sagði Jóhann Berg Guðmundsson og hló. Fyrirliði íslenska landsliðsins var í viðtali við Elvar Geir Magnússon eftir leikinn gegn Hollandi í gær og var hann spurður út í framhaldið.
Jóhann Berg, sem er 33 ára, ákvað að framlengja ekki samning sinn við Burnley og er sem stendur án félags.
Jóhann Berg, sem er 33 ára, ákvað að framlengja ekki samning sinn við Burnley og er sem stendur án félags.
Lestu um leikinn: Holland 4 - 0 Ísland
„Ég er að fara með fjölskyldunni til Ítalíu, Spánar og Íslands. Það er ekkert stress á mér, bara njóta þess að vera nokkuð frjáls, enginn að segja mér hvert ég á að mæta og hvenær. Svo sjáum við í hvaða lið ég fer."
„Mér finnst ég eiga nóg inni og finnst ég hafa sýnt það ágætlega í þessum tveimur leikjum. Vonandi kemur eitthvað spennandi upp. Fyrst ætla ég að slaka á og njóta þess að vera með fjölskyldunni."
„Ég vildi að ég gæti sagt þér það. Það gerist kannski ekki strax, vonandi verður það einhvern tímann í júlí þar sem hlutirnir fara að gerast. EM tekur við núna og það kannski seinkar þessu ferli öllu. Ég ætla bara að slaka á og njóta þess."
„Ég hef aldrei verið í þessari stöðu og veit kannski ekki alveg hvernig ég á að haga mér. Maður auðvitað heldur sér í formi. Núna er það frí og slökun í nokkrar vikur. Þetta var mjög strembið tímabil með Burnley og svo þessir tveir erfiðu leikir. Það er búið að vera nóg að gera, nú er það aðeins að slökkva á líkamanum, höfðinu og njóta þess að vera í fríi," sagði Jói sem var leikmaður Burnley í átta ár.
Athugasemdir