Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mán 10. júní 2024 22:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk eins og Rolls Royce - „Gefur þeim sjálfstraust eftir að þeir sáu að við unnum England"
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson þakkar Virgil van Dijk fyrir leikinn í Rotterdam í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson þakkar Virgil van Dijk fyrir leikinn í Rotterdam í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins ræddi við Fótbolta.net eftir 4-0 tap liðsins gegn Hollandi í kvöld.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Erfiður leikur á föstudaginn sem tók mikið úr okkur. Tveir dagar á milli og ferðalag svo að mæta öðru svona góðu liði er alltaf erfitt og það gerist ekki oft að maður spilar gegn svona svakalegum liðum með tveggja daga millibili," sagði Jóhann Berg.

„Við vorum stundum lélegir á boltann, gátum haldið betur í hann. Við náðum ekki að komast nógu nálægt þeim í pressunni og stoppa fyrirgjafir. Svo þegar við reyndum að fara í pressuna settu þeir boltann á bakvið okkur, þeir eru auðvitað með hraða leikmenn, þetta var bara erfitt í dag."

Jóhann Berg var beðinn um að rýna í hollenska liðið fyrir EM. 

„Þeir verða mjög erfiðir í föstum leikatriðum og erfitt að brjóta þá niður. Þeir eru með frábæra varnarmenn, Virgil van Dijk er eins og Rolls Royce þarna. Hann fer aldrei úr öðrum gír og er með allt í teskeið. Þeir verða mjög flottir og það gefur þeim sjálfstraust að klára okkur sérstaklega eftir að þeir sáu við unnum England," sagði Jóhann Berg.


Athugasemdir
banner
banner