Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. júlí 2019 21:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Stjarnan leiðir eftir fyrri leikinn - Markalaust í leiðinlegum leik í Kópavogi
Þorsteinn Már skoraði bæði mörk Stjörnunnar í kvöld.
Þorsteinn Már skoraði bæði mörk Stjörnunnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Breiðablik lék í kvöld á móti Vaduz á Kópavogsvelli í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Á sama tíma fór fram leikur Stjörnunnar og Levadia Tallin á Samsung vellinum í Garðabæ.

Fyrri hálfleikurinn í Kópavogi var ekki upp á marga fiska „Drepleiðinlegum fyrri hálfleik lokið, um 85% áhorfenda eru sofnaðir," skrifaði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu frá leiknum.

Seinni hálfleikurinn var ögn skárri en lítið um dauðafæri og ekker mark skorað, 0-0 jafntefli staðreynd á Kópavogsvelli.

Talsvert meira líf var í Garðabæ. Þorsteinn Már Ragnarsson kom Stjörnunni yfir eftir frábæra sendingu frá Daníel Laxdal. Skömmu áður sluppu Stjörnumenn með skrekkinn, Joao Morelli fór illa að ráði sínum og átti slappt skot í hliðarnetið.

Staðan 1-0 í hálfleik, gott fyrir Stjörnuna. Seinni hálfleikur byjaði fjörlega og fengu bæði lið færi. Á 63. mínútu fékk Stjarnan víti eftir að Sergi Lepmets, markvörður Levadia, braut á Ævari Inga Jóhannessyni. Hilmar Árni Halldórsson steig á punktinn en Lepmets sá við honum og varði.

Hilmar Árni fékk tækifæri skömmu síðar til þess að bæta upp fyrir vítaklúðrið en skaut yfir mark Levadia. Á 73. mínútu kom Þorsteinn Már Stjörnunni í 2-0. Hilmar Árni á sendingu á Þorstein sem slapp í gegn og lyfti boltanum yfir Lepmets í markinu.

Levadia þjarmaði talsvert að Stjörnunni eftir þetta og fimm mínútum eftir annað mark Þorsteins minnkuðu gestirnir muninn. Nikita Andreev skoraði í kjölfar aukaspyrnu Levadia.

Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan fer því með eins marks forskot til Eistlands. Útivallarmark Levadia gæti þó vegið þungt þar sem liðinu dugir nú 1-0 heimasigur í seinni leiknum sem leikinn verður eftir viku.

Stjarnan 2 - 1 Levadia
1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson ('15)
1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('64, misnotað víti)
2-0 Þorsteinn Már Ragnarsson ('73)
2-1 Nikita Andreev ('78)
Lestu nánar um leikinn.

Breiðablik 0 - 0 Vaduz
Lestu nánar um leikinn.
Athugasemdir
banner