Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. júlí 2019 19:35
Brynjar Ingi Erluson
Inter kemst loksins að samkomulagi við Cagliari um Barella
Nicolo Barella er einn eftirsóttasti miðjumaður Ítalíu
Nicolo Barella er einn eftirsóttasti miðjumaður Ítalíu
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Inter hefur komist að samkomulagi við Cagliari um kaup á ítalska landsliðsmanninum Nicolo Barella. Sky Italia og Gazzetta dello Sport fullyrða það.

Þessi 22 ára gamli miðjumaður Cagliari, hefur spilað með liðinu síðustu fimm tímabil og spilað 112 leiki. Hann hefur þá gert 7 mörk og lagt upp 6 mörk á tíma sínum þar.

Inter og Cagliari hafa lengi vel verið í viðræðum um Barella en nú er samkomulag í höfn.

Inter greiðir Cagliari 45 milljónir evra. Fyrst kemur Inter til með að borga þeim 10 milljónir evra en Barella verður á láni í eitt ár áður en hann verður keyptur fyrir restina af upphæðinni sem eru 35 milljónir evra.

Hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Inter á morgun áður en hann krotar undir samninginn.

Hann á 7 leiki að baki fyrir ítalska A-landsliðið og hefur hann gert 2 mörk í þeim leikjum.
Athugasemdir
banner
banner