Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 11. júlí 2019 13:02
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður heimsmeistarana: Ætlum að ná í allar tíkurnar ykkar
Kvenaboltinn
Bandaríska kvennalandsliðið hefur fagnað gríðarlega síðustu sólarhringja en liðið varð heimsmeistari í fjórða sinn eftir 2-0 sigur gegn Hollandi á sunnudag. Einn leikmaður liðsins hefur þó aðeins farið fram úr sér.

Ashlyn Harris, varamarkvörður bandaríska landsliðsins, virðist hafa skemmt sér vel er rúta liðsins keyrði í gegnum New York og fékk þar meðal annars afhentan lykil að borginni.

Harris hefur farið mikinn á Instagram og alls ekki verið hrædd við að segja sínar skoðanir en hún gæti þó lent í vandræðum fyrir ummæli sem hún lét eftir sér á einu myndbandinu.

„Felið börnin ykkar, felið konurnar ykkar og læsið fjandans húsinu ykkar því við erum með lykilinn að fjandans borginni og ég er að koma og ná í allar tíkurnar ykkar," sagði Harris á Instagram.

Þessi ummæli hafa ekki fallið vel í kramið hjá Bandaríkjamönnum en myndbandinu var eytt fljótlega eftir að það birtist. Það má þó sjá hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner