Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 11. júlí 2019 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roma kaupir Pau Lopez frá Betis (Staðfest)
Roma tilkynnti í fyrradag að félagið hefði gengið frá kaupum á Pau Lopez, markmanni Real Betis.

Lopez, sem er 24 ára, kostar Roma um 24 milljónir evra. Pau Lopez lék sinn fyrsta og eina landsleik til þessa þegar hann kom inn á fyrir Kepa í vináttuleik gegn Bosníu og Herzegóvínu í fyrra.

Lopez kom til Betis frá Espanyol fyrir síðasta tímabilið.

Leiktíðina 2016-17 var hann á láni hjá Tottenham en náði ekki að spila leik fyrir félagið.

Robin Olsen lék lengst af sem aðalmarkvörður Roma á síðustu leiktíð og skiptar skoðanir voru um það hvernig hann þótti standa sig. Áhugavert verður að fylgjast með því hver byrjar í markinu í fyrsta leik Roma á komandi leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner