Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 11. júlí 2020 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Albert hetja Kórdrenga - Hemmi vann á afmælisdeginum
Albert Brynjar Ingason.
Albert Brynjar Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann getur fagnað sigri á afmælisdeginum.
Hermann getur fagnað sigri á afmælisdeginum.
Mynd: Þróttur V
Það voru fimm leikir að klárast í 2. deild karla. Kórdrengir eru á toppi deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. Þeir höfðu betur gegn Haukum í toppslag á Ásvöllum.

Þetta var hörkuleikur og hart barist. Haukar komust yfir á 62. mínútu þegar Tómas Leó Ásgeirsson skoraði af vítapunktinum eftir að boltinn fór í hendi Loic Ondo innan teigs. Kórdrengir svöruðu því hins vegar strax þegar Albert Brynjar Ingason skoraði glæsilegt mark.

Kórdrengir skoruðu svo sigurmark á 88. mínútu og var þar Albert Brynjar aftur á ferðinni. Haukamenn voru brjálaðir að fá ekki rangstöðu þar.

Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með níu stig en Kórdrengir eru eins og áður segir á toppnum. Þetta er annar leikurinn í röð sem Haukar henda frá sér eftir að hafa komist 1-0 yfir. Þeir töpuðu 2-1 fyrir Selfossi í síðasta leik.

Talandi um Selfoss þá skelltu Selfyssingar sér upp í annað sætið með tíu stig þrátt fyrir vonbrigðarúrslit á heimavelli gegn Fjarðabyggð. Niðurstaðan þar var markalaust jafntefli. Fjarðabyggð er með átta stig í fjórða sæti.

Hermann Hreiðarsson vann sinn fyrsta leik sem þjálfari Þróttar Vogum. Hann fór á Húsavík með lið sitt og vann þar 2-1. Völsungur komst 1-0 yfir eftir nokkrar sekúndur en strákarnir hans Hemma Hreiðars sneru leiknum við og getur því Hemmi fagnað sigri á afmælisdeginum. Þróttur er með átta stig í fimmta sæti en Völsungur er á botninum með aðeins eitt stig.

Víðir vann flottan útisigur á Dalvík/Reyni og Kári lagði ÍR í Akraneshöllinni. Víðir og ÍR eru með sex stig, Kári er með fimm stig og Dalvík/Reynir hefur fjögur stig.

Haukar 1 - 2 Kórdrengir
1-0 Tómas Leó Ásgeirsson ('62 , víti)
1-1 Albert Brynjar Ingason ('64 )
1-2 Albert Brynjar Ingason ('88 )
Lestu nánar um leikinn

Selfoss 0 - 0 Fjarðabyggð
Lestu nánar um leikinn

Kári 1 - 0 ÍR
1-0 Andri Júlíusson ('2, víti)
Rautt spjald: Ólafur Karel Eiríksson, Kári ('75)

Dalvík/Reynir 1 - 2 Víðir
0-1 Jose Luis Vidal Romero ('4)
0-2 Edon Osmani ('22)
1-2 Angantýr Máni Gautason ('49)

Völsungur 1 - 2 Þróttur V.
1-0 Ásgeir Kristjánsson ('1)
1-1 Brynjar Jónasson ('43)
1-2 Alexander Helgason ('64)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner