Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 11. júlí 2020 18:22
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Þriðji sigur Njarðvíkur kom gegn KF
Atli Freyr Ottesen og Bergþór Ingi Smárason skoruðu báðir fyrir Njarðvík
Atli Freyr Ottesen og Bergþór Ingi Smárason skoruðu báðir fyrir Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík 2 - 1 KF
1-0 Bergþór Ingi Smárason ('12 )
2-0 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('49 )
2-1 Arnar Helgi Magnússon ('65 , sjálfsmark)

Mikael Nikulásson og lærisveinar hans í Njarðvík unnu KF 2-1 í 2. deild karla í dag.

Njarðvík 2 - 1 KF - Lestu textalýsinguna

Bergþór Ingi Smárason kom NJarðvík yfir á 12. mínútu eftir langa sendingu frá Marc McAusland. Hann slapp einn inn fyrir og skoraði örugglega.

Atli Freyr Ottesen bætti við öðru marki á 49. mínútu. Sean De Silva lyfti boltanum yfir markvörð KF en gestirnir náðu að hreinsa frá, þó ekki lengra en fyrir Atla sem skoraði af stuttu færi.

KF komst inn í leikinn á 65. mínútu er Arnar Helgi Magnússon varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net.

Fleiri urðu mörkin ekki í Njarðvík og lokatölur 2-1. Þriðji sigur Njarðvíkur í deildinni á tímabilinu og er liðið nú í fjórða sæti með 9 stig. KF er með 6 stig í sjöunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner