Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júlí 2020 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Höfum ekki haft karakterinn til að vinna leikina"
Alexander Tettey.
Alexander Tettey.
Mynd: Getty Images
Norwich er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir 4-0 tap gegn West Ham. Norðmaðurinn Alexander Tettey, varafyrirliði félagsins, átti erfitt með að koma upp orðum eftir leikinn.

„Það er mjög erfitt fyrir mig að tala núna," sagði Tettey. „Við reyndum að vera jákvæðir í okkar leik en þegar þú gerir ekki það sem þú átt að gera þá verður þér refsað."

„Í öllum fjórum mörkunum megum við ekki verjast eins og við gerum. Ég hef sagt þetta allt tímabilið."

Norwich mun taka slaginn í Championship-deildinni á næsta tímabili.

„Við höfum verið inn í leikjum en höfum ekki haft karakterinn til að vinna leikina. Þetta hefur verið erfið vegferð, en þetta er ungur hópur sem hefur núna reynsluna."
Athugasemdir
banner
banner